Fréttir

KAG-ginn á ferð og flugi...

KAG eru að leggja af stað með fulla rútu af syngjandi hressum köllum Í dag verður farið langt. Borðað á Egilsstöðum, litið við í Svæðisútvarpinu þar og síðan rúllað á Höfn í Hornafirði. Tónleikar þar í kvöld. Jöklarnir taka á móti okkur með súpu og brauði. Annað kvöld verða svo tónleikar með karlakórnum Drífanda á Egilsstöðum. Aldeilis ferðaveðrið sem við fáum ! KAG - Syngjandi sælir...

KAG í söngferð um Austurland

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur í söngferð um Austurland 17. og 18. apríl og syngur á tónleikum á Hornafirði og Egilsstöðum. Í ferðinni slæst KAG í för með félögum sínum í Karlakórnum Jökli á Hornafirði og Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði.

Viðburðaríkt KAG vor í vændum

Nú standa sem hæst æfingar fyrir vordagskrá Karlakórs Akureyrar-Geysis. Það stendur mikið til enda fjöldi tónleika og annarra viðburða framundan. Vorið er viðburðaríkasti tími kórsins og æfingar hafa staðið í allan vetur.

Velheppnuð árshátíð KAG

Árshátíð KAG var haldin í Lóni laugardaginn 7. mars og heppnaðist alveg stórvel! Maturinn var góður, hver rödd sá um að skemmta öllum hinum og svo var dansað fram á rauða nótt!

Heklusöngur númer tvö

Um miðja síðustu öld var haldin samkeppni um lag við texta Jónasar Tryggvasonar: Heklusöngur. Hekla er samband norðlenskra karlakóra. Vinningslagið var eftir Áskel Snorrason, en fast á hæla þess kom lag Jóhanns Ó. Haraldssonar. Lagið hefur aðeins einu sinni verið flutt á þessum næstum sextíu árum. KAG ætlar á þessari önn að skoða þetta lag og svona leyfa fólki að fá fleiri sjónarhorn á Heklusönginn.

Æfingar hafnar á nýju ári

Þá er allt komið á fullt hjá KAG eftir jólafrí. Fullt af nýjum lögum komin á dagskrá og eldri lög rifjuð upp. Næstu mánuðir verða viðburðaríkir og ná væntanlega hámarki á vortónleikum KAG.

Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi óska öllum velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Vonandi sjáum við sem flesta á tónleikum okkar á árinu 2009.

Vel heppnað hangikjötskvöld

Það er orðin hefð hjá KAG að safnast saman í Lóni að kvöldi 1. desember og borða saman hangikjöt með öllu tillheyrandi. Þangað bjóðum við konum okkar, eldri kórfélögun og fleirum. Á undan fer kórinn og syngur fyrir vistmenn á Hlíð, dvalarheimili aldraðra. Hangikjötskvöldið tókst vel að þessu sinni, mikið borðað, sungið og hlegið.

500 þúsund krónur fyrir Mæðrastyrksnefnd

Styrktartónleikarnir fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar tókust afar vel.  Húsfyllir var í Akureyrarkirkju og mikil og hátíðleg stemmning. Kórarnir þrír; Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir og Söngfélagið Sálubót, fengu afar góðar móttökur tónleikagesta.

Jólatónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd

KAG verður í samstarfi við Kvennakór Akureyrar á jólatónleikum í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 30. nóvember, kl. 16. Um er að ræða árlega styrktartónleika Kvennakórsins fyrir Mæðrastyrksnefnd. Fram koma: Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir, og Söngfélagið Sálubót. Stjórnendur og undirleikarar: Jaan Alavere, Valmar Valjaots og Tarvo Nómm.  Miðaverð er 1.500 krónur, en frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.