Fréttir

Mottusalan gekk vel!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi stóðu vaktina, sem fyrr, og seldu mottur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Uppdressaðir í smóking vöktu þeir verðskuldaða athygli og seldu grimmt. Sölustaður KAG var Bónus við Kjarnagötu og þegar æsingurinn var mestur, fengu viðskiptavinir ekki að fara úr búðinni fyrr en þeir höfðu keypt mottu! Það segir sagan allavega...kannski var þetta ekki alveg svona!   

Hemir og KAG í Hofi!

Heimir Bjarni Ingimarsson og Karlakór Akureyrar-Geysir koma fram á sameiginlegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi, fimmtudagskvöldið 7. apríl. Fluttar verða aríur úr þekktum óperum og þekkt íslensk sönglög. Undirleikari verður Aladár Rácz. Tónleikarnir verða í Hamraborg, stóra sal Hofs, og hefjast kl. 20.