10.05.2023
Aðalfundur KAG var haldinn í RKÍ-salnum við Viðjulund 9.maí 2023.
Formaður Benedikt Sigurðarson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri Sigurður Harðarson lagði fram reikninga kórsins
Vel var mætt á fundinn og umræður málefnalegar og frjóar.
Fundarstjóri var Arnar Árnason
22.05.2023
KAG hélt í söngferð til Snæfellsness um pálmasunnudagshelgina 2023. Gist var í 3 nætur á Fosshótel Stykkishólmi. Á laugardegi 1. apríl var sungið í Ólafsvík og Grundarfirði og á sunnudegi 2. apríl voru tónleikar í Stykkishólmskirkju.
23.11.2022
Karlakórinn Geysir hóf starf á haustmánuðum árið 1922. Því var fagnað með tónleikum í Hofi 12. nóvember 2022
30.09.2022
Til að fagna 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri heldur Karlakór Akureyrar Geysir tónleika í Hofi laugardaginn 12. nóvember.
Gamlir félagar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í hátíðinni - miðasala við innganginn og á mak.is
13.09.2022
Framundan er að ljúka 100 ára afmælisárinu - með tónleikum í Hofi laugardaginn 12. nóvember. Eldri félagar eru hvattir til að skrá sig á tónleika þannig að unnt verði að taka frá fyrir þá miða á sér-verði; 2 fyrir 1. (Fljótlega opnað fyrir pantanir). Áhugavert væri að fá umtalsverðan fjölda eldri félaga til að koma á svið með kórnum og syngja 1-2 lög og upplifa að nýju samhljóm í söng með öflugum karlakór.
22.05.2022
Fundurinn var haldinn í RKÍ salnum við Viðjulund sem hefur verið æfingahúsnæði kórsins sl. ár.
12.04.2022
Karlakór Akureyrar Geysir hélt vortónleika í Hofi 23. apríl. Sérstakur gestur á tónleikunum var Andrea Gylfadóttir.
Eftir langt hlé og lítinn söng eru þessir tónleikar upptaktur að 100 ára afmælisfögnuði kórsins sem verður með stærri viðburðum síðar á árinu. En í ár eru 100 ár frá því að Karlakórinn Geysir byrjaði starf sitt. Karlakór Akureyrar var síðan stofnaður árið 1929 - en frá árinu 1990 runnu þessir kórar saman í Karlakór Akureyrar Geysi.
12.05.2021
var haldinn 11. maí 2021. Góð mæting var á fundinn og málefnalegar umræður.
04.01.2021
Aðalfundur Karlakórs Akueyrar Geysis í maí 2020 ákvað að leita tilboða í eign kórsins við Hrísalund 1a. Í framhaldi af því var eignin auglýst og óskað tilboða. Nú hefur KAG samþykkt kauptilboð - með venjulegum fyrirvörum - og á grundvelli þess er gert ráð fyrir að félagið hætti rekstri Lóns á næstu mánuðum. Nánari dagsetningar vegna afhendingar og viðtöku nýrra eigenda verða ákveðnar á næstunni að því gefnu að forsendur tilboðs fari eftir.
KAG mun því ekki geta staðfest útleigu eða bókanir í húsið eftir febrúar/mars 2021. Þeir aðilar sem hafa pantað afnot af húsinu eftir febrúar 2021 ættu að hafa samband við húsvörðinn Henry Henrikssen
15.05.2019
Aðalfundur KAG fyrir starfsárið 2018/2019 var haldinn 14. maí. Fín mæting og fjörugur fundur. Gott starfsár að baki og ekki síðra framundan!