Fréttir

KAG og Krossbandið

Að kvöldi sunnudagsins 28. mars tók karlakórinn þátt í kvöldguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þessar athafnir eru með léttu sniði og í þetta sinn var það Krossbandið, sem sá um tónlistina. Hugmyndina að þessari samvinnu átti Snorri formaður, en hann er líka í Krossbandinu. Vel var mætt til messu og Helgi Hróbjartsson prestur skemmti sér vel. "Þetta var æðislegt" sagði hann í kaffinu á eftir.

Vor í lofti

Það var sannarlega vorhugur í KAG félögum á æfingu í kvöld! Snorri formaður dreifði blaði með lista yfir þau lög sem nú verða æfð í þaula fyrir vortónleikana 14. og 15. maí. Reyndar verður ein söngferð farin austur á land áður, 23. og 24. apríl, nokkurskonar "generalprufa" þar sem hluti af vorprógramminu verður flutt.  

Og við trölluðum fyrir fullu húsi...

 Laugardaginn 20. mars hélt Karlakór Akureyrar-Geysir sitt árvissa "Hæ. Tröllum..." mót í Glerárkirkju. Þátttakendur að þessu sinni auk okkar voru Karlakór Bólstaðarhlíðar, Karlakór Eyjafjarðar og Karlakórinn Hreimur. Mættu allir kórarnir fyrir klukkan tíu á tónleikastað til að renna yfir sameiginlegu lögin. Þeir makar sem mættu voru sendir í óvissuferð um bæinn og komu við í nýja menningarhúsinu Hofi og Minjasafninu á Akureyri. 

Allt að gerast - Eyfirðingar í heimsókn

Nágrannar okkar úr Karlakór Eyjafjarðar komu í Lón í kvöld og sungu með okkur í gegnum sameiginlegu lögin á "Hæ. Tröllum!" mótinu um næstu helgi. Petra Björk, stjórnandi Eyfirðinga, og Valmar, stjórnandi KAG, stjórnuðu kórunum til skiptis á æfingunni og léku undir eftir þörfum. 

Sungið með þingeyskum Hreim...i

Miðvikudagsæfing KAG þessa vikuna var óvenjuleg. Í stað þess að skjótast á milli húsa og æfa í Lóni, keyrðum við austur í Aðaldal og heimsóttum félaga okkar í Karlakórnum Hreimi. Þar æfðum við með þeim lögin sem karlakórarnir fjórir á "Hæ. Tröllum!" mótinu 20. mars, ætla að syngja saman. Þetta var skemmtileg ferð...söngæfing, en ekki síst til þess ætluð að hrista karlana saman.