Fréttir

Afmælistónleikar laugardaginn 12. nóvember í Hofi

Til að fagna 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri heldur Karlakór Akureyrar Geysir tónleika í Hofi laugardaginn 12. nóvember. Gamlir félagar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í hátíðinni - miðasala við innganginn og á mak.is

Karlakór Akureyrar Geysir byrjar vetrarstarfið.

Framundan er að ljúka 100 ára afmælisárinu - með tónleikum í Hofi laugardaginn 12. nóvember. Eldri félagar eru hvattir til að skrá sig á tónleika þannig að unnt verði að taka frá fyrir þá miða á sér-verði; 2 fyrir 1. (Fljótlega opnað fyrir pantanir). Áhugavert væri að fá umtalsverðan fjölda eldri félaga til að koma á svið með kórnum og syngja 1-2 lög og upplifa að nýju samhljóm í söng með öflugum karlakór.