Í öndvegi í áratugi
Karlakór Akureyrar-Geysir var stofnaður haustið 1990 í kjölfar sameiningar Karlakórsins Geysis (1922) og Karlakórs Akureyrar (1929). Starfsemi þessarra kóra hefur í gegnum áratugina haft mikil áhrif á tónlistarlífið á Akureyri. Starf Karlakórs Akureyrar-Geysis er afar fjölbreytt enda er kórinn mjög sýnilegur í menningarlífinu og fjöldi fólks sækir viðburði hans og tónleika.
Akureyrarbær hefur styrkt starf karlakóra á Akureyri með reglubundnum hætti og samstarfssamningur aðila 2018-2020 er í gildi.