Fréttir

Karlakórinn Þrestir í heimsókn

Karlakórinn Þrestir er þessa dagana á söngferð um landið og tónleikar í höfuðstað Norðurlands eru að sjálfsögðu á dagskrá! Þrestirnir syngja í Glerákirkju á sunnudaginn, 28. sept. og hefjast tónleikarnir klukkan 16:00. Karkakór Akureyrar-Geysir ætlar að syngja fyrir félaga sína Þrestina og hefja tónleikana með nokkrum lögum!

Fín mæting á fyrstu æfingu

Það var vel mætt á fyrstu æfingu haustsins í kvöld. Ríflega 40 kallar mættu í Lón og nokkur ný andlit í hópnum! Þetta lofar góðu fyrir veturinn, sem verður vonandi viðburðaríkur og skemmtilegur. Fyrsta stóra verkefni vetrarsins verður Heklumót, norðlenskra karlakóra, sem haldið verður á Húsavík í nóvember.