Fréttir

Viðburðaríkt KAG vor í vændum

Nú standa sem hæst æfingar fyrir vordagskrá Karlakórs Akureyrar-Geysis. Það stendur mikið til enda fjöldi tónleika og annarra viðburða framundan. Vorið er viðburðaríkasti tími kórsins og æfingar hafa staðið í allan vetur.

Velheppnuð árshátíð KAG

Árshátíð KAG var haldin í Lóni laugardaginn 7. mars og heppnaðist alveg stórvel! Maturinn var góður, hver rödd sá um að skemmta öllum hinum og svo var dansað fram á rauða nótt!