Fréttir

Hæ. Tröllum. Selfoss út - Húsavík inn...

Hæ Tröllum er rétt handan við hornið. Rétt þrjár vikur í þessa miklu skemmtun okkar KAG-manna. Karlakór Selfoss varð að hætta við þátttöku en Hreimur á Húsavík var ekkert að láta ganga eftir sér. Þeir voru einfaldlega strax til í að fylla skarðið, enda hafa þeir áður tekið þátt og vita að það verður gaman. 

Complete Vocal Technique

Það var heldur betur óhefðbundin æfing hjá KAG í kvöld. Í stað þess að æfa söng, eins og venjulega, fengum við tíma í raddþjálfun hjá Heimi B. Ingimarssyni, söngvara (2. bassa KAG) og CVT raddþjálfara.