Fréttir

Vetrarstarfið byrjar!!!

Nú er sumri tekið að halla og það þýðir meðal annars að hefðbundið vetrarstarf kórsins fer í gang. Fyrsta æfingin verður mánudagskvöldið 21. september og hefst klukkan átta í Lóni. Nú verður sá háttur hafður á æfingum að fyrir kaffi á mánudögum verða raddæfingar en eftir kaffi á miðvikudögum verður síðan farið í eldra efni, sem þarf að halda við og við eigum að kunna. Ýmislegt verður gert í vetur, smátt og stórt...

Vetrarstarfið byrjar!!!

Nú er farið að síga á sumarið og það þýðir að Karlakór Akureyrar - Geysir hefur starfsemi að nýju.         Reyndar erum við búnir að vera duglegir í sumar við alls konar uppákomur en nú er sem sagt komið að venjulegum æfingum og hefðbundnu vetrarstarfi. Valmar verður áfram stjórnandi okkar og held ég að allir séu ánægðir með það.