Fréttir

Æfingar hafnar og allt að gerast!

Þá er nýtt starfsár KAG hafið og æfingar byrjaðar af fullum krafti. Margt spennandi er framundan hjá kórfélögum og ljóst að þeim mun ekki leiðast næstu mánuðina! Meðal annars má nefna söng með Karlakór Hreppamanna, Frostrósatónleika, Hæ Tröllum, Heklumót á Ísafirði, Vortónleika og magnaða Skotlandsferð næsta sumar!  

Gestir út um allt í Hofi

Kórinn var fenginn til að leiða fjöldasöng í beinni útsendingu á þætti Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar "Gestir út um allt" á Rás tvö sunnudaginn 28. ágúst. Formaðurinn var fenginn í viðtal og sagði meðal annars frá fyrsta söng í Hofi.