Fréttir

Allt að gerast - Eyfirðingar í heimsókn

Nágrannar okkar úr Karlakór Eyjafjarðar komu í Lón í kvöld og sungu með okkur í gegnum sameiginlegu lögin á "Hæ. Tröllum!" mótinu um næstu helgi. Petra Björk, stjórnandi Eyfirðinga, og Valmar, stjórnandi KAG, stjórnuðu kórunum til skiptis á æfingunni og léku undir eftir þörfum. 

Sungið með þingeyskum Hreim...i

Miðvikudagsæfing KAG þessa vikuna var óvenjuleg. Í stað þess að skjótast á milli húsa og æfa í Lóni, keyrðum við austur í Aðaldal og heimsóttum félaga okkar í Karlakórnum Hreimi. Þar æfðum við með þeim lögin sem karlakórarnir fjórir á "Hæ. Tröllum!" mótinu 20. mars, ætla að syngja saman. Þetta var skemmtileg ferð...söngæfing, en ekki síst til þess ætluð að hrista karlana saman.

Hæ. Tröllum. Selfoss út - Húsavík inn...

Hæ Tröllum er rétt handan við hornið. Rétt þrjár vikur í þessa miklu skemmtun okkar KAG-manna. Karlakór Selfoss varð að hætta við þátttöku en Hreimur á Húsavík var ekkert að láta ganga eftir sér. Þeir voru einfaldlega strax til í að fylla skarðið, enda hafa þeir áður tekið þátt og vita að það verður gaman. 

Complete Vocal Technique

Það var heldur betur óhefðbundin æfing hjá KAG í kvöld. Í stað þess að æfa söng, eins og venjulega, fengum við tíma í raddþjálfun hjá Heimi B. Ingimarssyni, söngvara (2. bassa KAG) og CVT raddþjálfara.   

"Hæ. Tröllum" nálgast...

KAG hefur annað hvert ár staðið fyrir kóramóti, sem nefnist "Hæ. Tröllum". Nú verður það haldið þann 20. mars. Þátttökukórar að þessu sinni verða bræður okkar í Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór Bólstaðarhlíðar og Karlakór Selfoss. Gegn um tíðina hefur verið reynt að fá góðan þverskurð af íslenskum karlakórum á hvert mót og hefur það tekist vel að þessu sinni. Litlir og stórir að norðan og sunnan. 

Sungið fyrir Davíð

Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, var fæddur 21. janúar 1895 og er 115 ára afmæli skáldsins því minnst í ár. Á sjálfan afmælisdaginn var vegleg dagskrá í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem fram komu ýmsir listamenn. Þar á meðal Karlakór Akureyrar-Geysir. Verk Davíðs Stefánssonar eru stór hluti af viðfangsefnum KAG og ekkert starfsár kórsins er án laga við ljóð Davíðs. 

Merkisafmæli og -menn

Tveir KAG-félagar náðu merkum áfanga í lífinu á dögunum og fylltu marga tugi, 140 samtals! Séra Gunnlaugur fagnaði sextugsafmæli sínu og Ingvi Rafn varð áttræður. Fyrir báða þessa heiðursmenn var að sjálfsögðu sungið! 

Framkvæmdir í Lóni

Undanfarið hafa nokkrir laghentir KAG-félagar unnið að miklum endurbótum í „suðurstofunni“ í Lóni og skjalageymslu kórsins. Hent var út gömlu gólfteppi og gólfin lögð fíneríis eikarparketi í staðinn. Þá var allt málað hátt og lágt og nýjar innréttingar keyptar í skjalageymsluna. Skemmst er frá því að segja að munurinn er mikill!   

Gleðileg KAG-jól!

Karlakór Akureyrar-Geysir óskar öllum velunnurum sínum og tónleikagestum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með von um áframhaldandi góðan söng og samskipti.     

Syngjandi hér, syngjandi þar....

Það er annríki í jólamánuðinum hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og jólalögin sungin víða. Kórinn kemur fram á ýmsum stöðum fram að jólum. Fimmtudagskvöldið 10. desember, tekur KAG þátt í styrktartónleikum fyrir Hljóðfærasafnið á Akureyri, sem haldnir verða á Græna hattinum. Þar verður kórinn í portinu fyrir utan Græna hattinn og tekur á móti tónleikagestum með jólalögum, milli kl. 20 og 21.