Fréttir

Sungið fyrir sveitarstjórnarmenn

KAG syngur við upphaf landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri 29. september til 1. október. Sungin verða nokkur lög í menningarhúsinu Hofi, á miðvikudag kl. 15:45, rétt fyrir þingsetninguna. Ekki er að efa að söngurinn hafi góð áhrif á hugarástand sveitarstjórnarmannanna og komi þeim í rétta gírinn fyrir langt þinghald!  

Kötlumótið undirbúið

Karlakór Akureyrar-Geysir verður á meðal þátttakenda í Kötlumóti sunnlenskra karlakóra, sem fram fer á Flúðum laugardaginn 16. október. Vegna þess hófst hauststarf KAG fyrr en venjulega og er áherslan þessa dagana lögð á æfingar fyrir mótið.

Æfingar hefjast - allt að gerast!

Karlakór Akureyrar - Geysir er nú að hefja nýtt starfsár. Mánudaginn 6. september klukkan 20:00 verður fyrsta æfingin í félagsheimilinu okkar, Lóni við Hrísalund á Akureyri. Langar þig að taka þátt í skemmtilegum félagsskap....og syngja, eins og þig hefur lengi dreymt um að gera?