Fréttir

Sjómannadagurinn 2008

Eins og mörg undanfarin ár, tók KAG lagið fyrir gesti Sjómannadagsins á Akureyri. Fjöldi gesta hlýddi á kórinn taka lagið á Torfunefsbryggju, þar sem fram fór skemmtun í tilefni dagsins. KAG var þarna í góðum félagsskap, en meðal þeirra sem tóku lagið voru Yfirliðsbræðurnir Örn og Óskar og Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir.