Fréttir

Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi óska öllum velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Vonandi sjáum við sem flesta á tónleikum okkar á árinu 2009.

Vel heppnað hangikjötskvöld

Það er orðin hefð hjá KAG að safnast saman í Lóni að kvöldi 1. desember og borða saman hangikjöt með öllu tillheyrandi. Þangað bjóðum við konum okkar, eldri kórfélögun og fleirum. Á undan fer kórinn og syngur fyrir vistmenn á Hlíð, dvalarheimili aldraðra. Hangikjötskvöldið tókst vel að þessu sinni, mikið borðað, sungið og hlegið.

500 þúsund krónur fyrir Mæðrastyrksnefnd

Styrktartónleikarnir fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar tókust afar vel.  Húsfyllir var í Akureyrarkirkju og mikil og hátíðleg stemmning. Kórarnir þrír; Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir og Söngfélagið Sálubót, fengu afar góðar móttökur tónleikagesta.