Fréttir

„Þú sem eldinn átt í hjarta“

Laugardaginn 1. nóvember verður haldið Heklu-mót á Húsavík. Hekla, samband norðlenskra karlakóra stendur fyrir þessu móti fjórða hvert ár og er þetta hið sautjánda í röðinni. Þessi mót eru algjör veisla fyrir áhugafólk um kórsöng. Hver kór fyrir sig syngur þrjú lög og síðan syngja allir kórarnir saman fimm lög.

Æft fyrir Heklumót

Þessa dagana æfir KAG fyrir söngmót Heklu, Sambands norðlenskra karlakóra, sem haldið verður á Húsavík 1. nóvember næstkomandi. Þangað hafa tíu kórar boðað komu sína, en reikna má með að 350 karlar hefji þar upp raust sína.