Karlakór Akureyrar-Geysir á leið til Ítalíu(Calabria)
24.09.2024
Dagana 7. - 17. október 2024 verður KAG á ferðinni á Suður Ítalíu/Calabria. Flogið verður beint frá Akureyri og lent á Lamezia Terme, í næsta nágrenni við Hótel-garðinn þar sem dvalið verður allan tímann (Tui Magic Life).
Makar og velunnarar verða með í ferðinni - en Heimsferðir selja ferðina og annast fararstjórn á Ítalíu.