Fréttir

Styrkur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Karlakór Akureyrar-Geysir var á meðal styrkþega úr Styrktar- og menningarsjóði KEA árið 2011. KAG fékk úthutað 250.000 krónum úr styrkflokki ætluðum þátttökuverkefnum. Styrkurinn er ætlaður til tónleikahalds í tilefni af 90 ára afmæli kórsins.  

Sungið fyrir Aflið

Í kvöld söng KAG á árlegum styrktartónleikum Aflsins, samtökum gagn kynferðis- og heimilisofbeldi. Fjöldi fólks var á tónleikunum sem haldnir voru í Akureyrarkirkju. Margir listamenn komu þar fram og allir gáfu vinnu sína. KAG endaði prógrammið með þremur lögum og rak endahnútinn á skemmtilegt kvöld með hressilegum Hermannakór úr óperunni Faust!