Vel heppnað hangikjötskvöld

Hlaðborðinu gerð góð skil
Hlaðborðinu gerð góð skil
Það er orðin hefð hjá KAG að safnast saman í Lóni að kvöldi 1. desember og borða saman hangikjöt með öllu tillheyrandi. Þangað bjóðum við konum okkar, eldri kórfélögun og fleirum. Á undan fer kórinn og syngur fyrir vistmenn á Hlíð, dvalarheimili aldraðra.
Hangikjötskvöldið tókst vel að þessu sinni, mikið borðað, sungið og hlegið. Sérlegur gestur kvöldsins var sr. Jóna Lovísa, prestur í Akureyrarkirkju, sem flutti nokkur vel valin orð í upphafi aðventunnar. Þá hlutu nokkrir félagar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í kórnum og nýliðar voru boðnir velkomnir. Nýr texti sunginn við lagið "Þú komst í hlaðið". "Þú komst í kjötið frá Kjarnafæði" sungu menn fullum rómi og sendu Eiði sínar bestu kveðjur um leið.