Fréttir

Matthías Jochumsson - 175 ára afmæli

Karlakór Akureyrar-Geysir tók þátt í að heiðra minningu Matthíasar Jochumssonar í Ketilhúsinu í kvöld. Þar var mikil afmælishátíð í gangi, en Matthías var einmitt fæddur þann 11. nóvember, að vísu fyrir 175 árum. Gísli Sigurgeirsson setti saman heilmikla dagskrá sem stóð í ríflega tvo tíma.

Sungið til styrktar Aflinu

Félagar í KAG voru í stórum hópi tónlistarfólks sem kom fram á árlegum tónleikum til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember.