Fréttir

Byrjaðir að æfa jólalögin

Í kvöld byrjuðum við KAG félagar að æfa jólalögin. Því fylgir alltaf sérstök stemmning, enda var venju fremur létt yfir mönnum á æfingunni. Svo erum við líka búnir að heimta Valmar söngstjóra úr klóm svínaflensunnar, en hann hefur ekki getað verið með okkur á undanförnum æfingum. 

Sungið fyrir Aflið og ánægjuna

Í kvöld tók Karlakór Akureyrar-Geysir þátt í tónleikum í Akureyrarkirkju, til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þar komu fram auk KAG; Friðrik Ómar, Óskar Pétursson, Inga Eydal, Hundur í óskilum og Heimir Ingimarsson. Kynnir var Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona.