Fréttir

Söngæfing í Hofi

Það styttist óðum í 90 ára afmælistónleika KAG í Hofi, sem haldnir verða laugardaginn 17. nóvember. Þess vegna var kominn tími til að máta kórinn á sviðið í Hamraborg. Þriðjudagsæfingin var því í Hofi að þessu sinni.

Raddæfingar hjá Kristjáni Jóhannssyni

Laugardeginum 20. október eyddu KAG-félagar í félagsheimilinu Lóni við raddæfingar. Kennarinn var ekki af verri endanum; stórtenórinn Kristján Jóhannsson.