500 þúsund krónur fyrir Mæðrastyrksnefnd

Húsfyllir var í Akureyrarkirkju á tónleikunum
Húsfyllir var í Akureyrarkirkju á tónleikunum
Styrktartónleikarnir fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar tókust afar vel.  Húsfyllir var í Akureyrarkirkju og mikil og hátíðleg stemmning. Kórarnir þrír; Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir og Söngfélagið Sálubót, fengu afar góðar móttökur tónleikagesta.
Í lok tónleikanna voru Jónu Bertu Jónsdóttur, hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, afhentar 500 þúsund krónur, sem voru afrakstur tónleikanna. Þetta er í 6. sinn sem Kvennakór Akureyrar heldur slíka styrktartónleika og hefur aldrei safnast jafn mikið og nú.