01.05.2009
Karlakór Akureyrar - Geysir og Drengjakór Glerárkirkju sungu sundur og saman í Flugsafni Íslands að kvöldi fimmtudagsins 30. apríl. Hétu
tónleikarnir "Litli og Stóri læra að fljúga" Allir gestir urðu að fara annað hvort í gegn um græna eða rauða hliðið. Tveir
lögreglumenn gættu hliðanna og sáu til þess að allir gerðu rétt. Græna hliðið var fyrir alla velsyngjandi en það rauða fyrir
falska og laglausa.
26.04.2009
Áhugaverður og vonandi bráðskemmtilegur tónlistarviðburður verður í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli, þegar
Karlakór Akureyrar-Geysir og Drengjakór Glerárkirkju halda þar sameiginlega tónleika. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 30.
apríl, og hefjast klukkan 20.
19.04.2009
Karlakór Akureyrar - Geysir lagði af stað á föstudagsmorgun kl. níu í nokkuð langa og vel heppnaða söngferð. Byrjað á kaffistoppi
í Seli í Mývatnssveit og næst stoppað á Egilsstöðum. Þar fengum við aldeilis veislu í N1 sjoppunni, komum við í
"Mjólkurbúðinni" og fórum í viðtal í svæðisútvarpinu. Sungum þar fyrir austfirðinga "Þú álfu
vorrar".
17.04.2009
KAG eru að leggja af stað með fulla rútu af syngjandi hressum köllum Í dag verður farið langt. Borðað á Egilsstöðum, litið við
í Svæðisútvarpinu þar og síðan rúllað á Höfn í Hornafirði. Tónleikar þar í kvöld. Jöklarnir
taka á móti okkur með súpu og brauði.
Annað kvöld verða svo tónleikar með karlakórnum Drífanda á Egilsstöðum.
Aldeilis ferðaveðrið sem við fáum !
KAG - Syngjandi sælir...
14.04.2009
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur í söngferð um Austurland 17. og 18. apríl og syngur á tónleikum á Hornafirði og
Egilsstöðum. Í ferðinni slæst KAG í för með félögum sínum í Karlakórnum Jökli á Hornafirði og
Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði.