Velheppnuð árshátíð KAG

Söngleikurinn Litla-ljót í flutningi 1. tenórs.
Söngleikurinn Litla-ljót í flutningi 1. tenórs.
Árshátíð KAG var haldin í Lóni laugardaginn 7. mars og heppnaðist alveg stórvel! Maturinn var góður, hver rödd sá um að skemmta öllum hinum og svo var dansað fram á rauða nótt!


Annar tenór söng stórgóðan brag og ekki var tilheyrandi leikþáttur síðri! Fyrsti bassi fór mikinn í söng og sýndi mönnum hvernig á að gera þetta! Annar bassi skellti á spurningakeppni þar sem Útsvars-lega leikhæfileika þurfti til að finna réttu svörin! Fyrsti tenór setti á svið söngleikinn Litlu-ljót með tilheyrandi búningum og tilþrifum! Stórskemmtileg hljómsveit Snorra og félaga sá svo um að menn og konur dönsuðu þar til yfir lauk! 

Myndir hér!