Steinþór Þráinsson

Steinþór Þráinsson tók við sem stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis haustið 2018. Steinþór ólst upp við tónlist á æskuheimili sínu í Mývatnssveit og hóf ungur að árum tónlistarnám hjá móður sinni. Seinna var hann m.a. tvo vetrarhluta við nám í Tónlistarskóla Ísafjarðar og síðan lá leiðin í söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni á Akureyri. Þá stundaði hann söngnám og almennt tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík. Á námsárum sínum söng Steinþór með Kór Langholtskirkju. Hann segist hafa endalausan áhuga á tónlist, starf kórstjórans sé mjög gefandi og tónlistin opni alltaf leið að hjartanu.