Drengskaparreglur félaga

Drengskaparreglur félaga í Karlakór Akureyrar Geysi

 

 1. Við erum félagar í Karlakór Akureyrar Geysi af því að við njótum þess að syngja í kór, finnst bara einfaldlega gaman að syngja og við göngum útfrá því að það finnist öllum hinum félögunum í kórnum einnig.
 2. Við berum virðingu fyrir æfingatíma okkar sjálfra og allra hinna félaganna þess vegna mætum við á réttum tíma til æfingar, og erum tilbúnir þegar æfingin hefst.  Að koma of seint truflar æfingu og er oftast óþarfi.
 3. Við hjálpum hver öðrum og kappkostum að vera hvetjandi og styðjandi.
 4. Við leggjum áherslu á að hjálpa og alveg sérstaklega nýliðunum okkar, veitum þeim athygli og pössum upp á að þeir fái nótur í tæka tíð um leið og gott er að hafa þá inni í röddinni á milli reyndra söngmanna. Við viljum vera vakandi fyrir þörfum þeirra og aðstoðum þá og leiðbeinum eftir bestu getu.
 5. Okkur finnst að við þurfum ekki endalaust að gera athugasemdir við allt, sem sagt er  og ekki er heldur viðeigandi að reyna að vera fyndinn í tíma og ótíma.   Hálfkæringur og stríðni þarf að vera í öllu hófi og einelti getum við aldrei látið líðast.
 6. Við hlustum á stjórnandann með athygli, þegar hann bendir okkur á eitthvað eða lagar. Getum rétt upp hönd, ef við þurfum að spyrja hann um eitthvert  atriði.
 7. Við pössum upp á að hafa réttar nótur innan seilingar og það er söngstjórans að ákveða að þær nótur  sem menn fá séu þær nótur sem á að nota.
 8. Við spjöllum í pásum og veltum þá upp hugsanlegum atriðum, sem þarf að ræða. Að öðru leyti takmörkum við samtal á æfingum.
  1. Við verjum  starfstímabilinu í æfingar fyrir tónleika og aðrar uppákomur eða söngferðir. Þegar   Karlakór Akureyrar Geysir ákveður og skipuleggur tónleika sem fastan lið á starfsáætlun  þá mæta kórfélagar -  allir sem einn.
  2. Við erum vakandi fyrir því að ná í nýja meðlimi; tölum vel um kórinn okkar  sem og aðra karlakóra og samstarf þeirra.
  3. Við kappkostum að bjóða mökum/partnerum þáttöku í ferðalögum og félagsstarfi og reynum að stilla kostnaði þeirra mjög í hóf.

 

-        - - - -

 

Til áminningar:

 1. Þegar raddformenn hringja út, eru þeir ekki að „athuga“ hve margir “ætli” að mæta -  heldur bara að minna menn á. Látum líka endilega  vita, ef við komumst ekki á æfingu einhverra hluta vegna.
 2. Karlakór Akureyrar Geysir er áhugamannakór en kappkostar engu að síður að byggja upp og viðhalda listrænum metnaði.  
 3. Áfengi á ekki heima á æfingum né á tónleikum.
 4. Félagar leggja sig fram um að læra sína rödd og texta.   Ef menn eru með möppur, skulu menn   halda þeim þannig að þeir geti líka fylgst með söngstjóra.
 5. Gott skap og jákvæðni eru ómissandi þættir í kringum allt starf Karlakórs Akureyrar Geysis.

 

Með samþykkt drengskaparreglna falla úr gildi Siðareglur KAG.


Þannig samþykkt á aðalfundi KAG 11.maí 2021