13.04.2019
Karlakórinn Stefnir hélt tónleika í Akureyrarkirkju 13. apríl og bauð okkur KAG-félögum að syngja með. Sem við þáðum að sjálfsögðu!
06.04.2019
Það var frábær dagur hjá KAG-köllum í dag! Æfingaferð til Grenivíkur þar sem æft var og sungið frá 10-15.
15.03.2019
KAG-kallar sungu á málþingi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis um karla og krabbamein, sem haldið var í Hofi.
17.02.2019
Það var mikið um dýrðir þegar KAG bauð gestum Götubarsins upp á opna æfingu laugardagskvöldið 9. febrúar.
13.01.2019
Fyrsta æfing eftir áramótin var 8. janúar og greinilegt var að KAG félögum fannst gaman að komast aftur á kóræfingu! Frábær mæting og flottur söngur!
30.12.2018
Desember var mikill söngmánuður hjá KAG-félögum, eins og áður. Engir eiginlegir jólatónleikar voru í ár en alltaf er eftirspurn eftir fallegum jólasöng.
01.12.2018
Og beint úr söng fyrir KEA í Hofi héldu kórfélagar í Háskólann á Akureyri. Þar var haldin fullveldishátíð í tilefni af 1. desember.
01.12.2018
Karlakór Akureyrar-Geysir söng í dag á hátíð sem haldin var í tilefni af úthlutun styrkja hjá KEA. Athöfnin fór fram í Hömrum í Hofi.
21.12.2015
Desembermánuður er jafnan mikill söngmánuður hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi. Og eins og hjá flestum einkennist þessi timi af föstum venjum og ómissandi uppákomum.
30.11.2015
Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þess vilja félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi minnast á jóla- og friðartónleikum í Akureyrarkirkju, fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20:00.