Fréttir

Sungið fyrir KEA

Karlakór Akureyrar-Geysir söng í dag á hátíð sem haldin var í tilefni af úthlutun styrkja hjá KEA. Athöfnin fór fram í Hömrum í Hofi.

Skemmtilegur jólamánuður hjá KAG

Desembermánuður er jafnan mikill söngmánuður hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi. Og eins og hjá flestum einkennist þessi timi af föstum venjum og ómissandi uppákomum.

JÓLAFRIÐUR! Jóla- og friðartónleikar í Akureyrarkirkju

Jólin eru hátíð ljóss og friðar og þess vilja félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi minnast á jóla- og friðartónleikum í Akureyrarkirkju, fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20:00.

Viðburðaríkt starfsár KAG hafið

Þá er nýtt starfsár Karlakórs Akureyrar-Geysis hafið og ljóst að öflugt og skemmtilegt starf er framundan næstu mánuði. Söngferð á suðvesturhornið, jólatónleikar, tónleikar í febrúar, vortónleikar og utanlandsferð.

"Minn eða þinn sjóhattur?"

Karlakór Akureyrar-Geysir, ásamt Bogomil Font og hljómsveit, sameinast á tónleikum í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi á Akueryri, föstudaginn 5. júní, kl. 20:00. Sérstakur gestur er Óskar Pétursson.

B I N G Ó

Sunnudaginn 15. mars var slegið upp bingói í Lóni. Það voru þeir Alli og Fannar sem áttu allan heiður af þessu bingói, já og konurnar þeirra auðvitað!   

Rífandi gleði á árshátíð

Hin ómissandi og að sjálfsögðu árlega árshátíð KAG var haldin í Lóni, laugardaginn 7. mars. Sérlega vel heppnuð og allt eins og að var stefnt!

Nýtt ár og mikið framundan

Nú er starfið komið á fullt eftir jól og áramót og mikill hugur í kórfélögum. Enda er mikið framundan.

Kom blíða tíð - Jólatónleikar KAG 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. 

Það styttist til jóla

Þá eru jólalögin farin að hljóma hjá okkur KAG félögum. Æfingar eru semsagt hafnar fyrir jólatónleika kórsins. Þeir verða í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 11. desember, kl. 20.