Fréttir

Viðburðaríkt starfsár KAG hafið

Þá er nýtt starfsár Karlakórs Akureyrar-Geysis hafið og ljóst að öflugt og skemmtilegt starf er framundan næstu mánuði. Söngferð á suðvesturhornið, jólatónleikar, tónleikar í febrúar, vortónleikar og utanlandsferð.

"Minn eða þinn sjóhattur?"

Karlakór Akureyrar-Geysir, ásamt Bogomil Font og hljómsveit, sameinast á tónleikum í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi á Akueryri, föstudaginn 5. júní, kl. 20:00. Sérstakur gestur er Óskar Pétursson.

B I N G Ó

Sunnudaginn 15. mars var slegið upp bingói í Lóni. Það voru þeir Alli og Fannar sem áttu allan heiður af þessu bingói, já og konurnar þeirra auðvitað!   

Rífandi gleði á árshátíð

Hin ómissandi og að sjálfsögðu árlega árshátíð KAG var haldin í Lóni, laugardaginn 7. mars. Sérlega vel heppnuð og allt eins og að var stefnt!

Nýtt ár og mikið framundan

Nú er starfið komið á fullt eftir jól og áramót og mikill hugur í kórfélögum. Enda er mikið framundan.

Kom blíða tíð - Jólatónleikar KAG 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. 

Það styttist til jóla

Þá eru jólalögin farin að hljóma hjá okkur KAG félögum. Æfingar eru semsagt hafnar fyrir jólatónleika kórsins. Þeir verða í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 11. desember, kl. 20.

Nýir söngmenn streyma í kórinn

Talsverð endurnýjun er jafnan í hópi söngmanna KAG á hverju hausti og er engin breyting þar á að þessu sinni. Sjö nýir félagar hafa bæst í hópinn á síðustu æfingum! 

Starfsárið hafið! Nýir félagar velkomnir!

Þá er starfsárið hafi hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og spennandi mánuðir framundan. Fyrsta æfing starfsársins var þriðjudaginn 16. september, þar sem málin voru rædd og talið í nokkur lög. 

„Íslands þúsund ár!“

Eins og segir í fréttinni hér á undan (neðan) heldur Karlakór Akureyrar-Geysir tvenna vortónleika að þessu sinni. Í Bergi á Dalvík og Hofi á Akureyri.