Fréttir

Söngæfing í Hofi

Það styttist óðum í 90 ára afmælistónleika KAG í Hofi, sem haldnir verða laugardaginn 17. nóvember. Þess vegna var kominn tími til að máta kórinn á sviðið í Hamraborg. Þriðjudagsæfingin var því í Hofi að þessu sinni.

Raddæfingar hjá Kristjáni Jóhannssyni

Laugardeginum 20. október eyddu KAG-félagar í félagsheimilinu Lóni við raddæfingar. Kennarinn var ekki af verri endanum; stórtenórinn Kristján Jóhannsson. 

Vetrarstarfið hafið, frábær mæting á fyrstu æfingu!

Fyrsta æfing starfsársins 2012-2013 var í Lóni í kvöld. Frábær mæting var á æfinguna og mjög góð stemning! Yfir 40 kallar voru mættir, nokkrir nýir félagar, en einnig "gamlir" komnir til baka úr fríi frá kórstarfinu.

Kristján Jóhannsson á 90 ára afmælishátíð KAG í Hofi

Glæsilegir afmælistónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis, í tilefni af 90 ára sögu kórsins, verða haldnir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardaginn 17. nóvember, kl. 20.

Hjörleifur Örn Jónsson er nýr stjórnandi KAG

Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Hjörleifur tekur við starfinu af Valmari Väljaots sem hefur stýrt KAG undanfarin fimm ár. Valmar hefur ákveðið að snúa sér að frekara námi í orgelleik og óska félagar í KAG honum velfarnaðar með bestu þökkum fyrir frábært samstarf! 

KAG söng fyrir Matthías Jochumsson

Það var skemmtileg stund í Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 3. júní. Safnið var 50 ára og haldið var upp á afmælið með veglegum hætti. 

Aðalfundur og ný stjórn

Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis var haldinn mánudaginn 7. maí. Talsverðar breytingar urðu á stjórn kórsins, fjórir nýir menn komu inn í stjórn og skipt var um karlinn í brúnni.

KAG í "Þjóðlagi" Halldórs Fjallabróður

KAG fékk skemmtilega heimsókn þegar Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, kom á æfingu til að taka upp "Þjóðlagið" - Rrödd þjóðarinnar. 

Sönghelgi í sumarbyrjun

Það er sannkölluð sönghelgi framundan hjá Karlakór Akureyrar-Geysi, þar sem sungið verður á þremur stöðum á jafn mörgum dögum. Sjálfir Vortónleikarnir 5. maí verða þar auðvitað hápunkturinn!

Heklumót undirbúið af krafti

Það er allt að verða klárt fyrir Heklumót karlakóra á Ísafirði 21. apríl. Þar sameinast átta karlakórar af landinu norðanverðu, auk tveggja gestakóra að sunnan, og syngja eins og þeir eigi lífið að leysa.