Karlakór Akureyrar Geysir hélt vortónleika í Hofi 23. apríl. Sérstakur gestur á tónleikunum var Andrea Gylfadóttir.
Eftir langt hlé og lítinn söng voru þessir tónleikar upptaktur að 100 ára afmælisfögnuði kórsins sem verður með stærri viðburðum síðar á árinu. En í ár eru 100 ár frá því að Karlakórinn Geysir byrjaði starf sitt. Karlakór Akureyrar var síðan stofnaður árið 1929 - en frá árinu 1990 runnu þessir kórar saman í Karlakór Akureyrar Geysi.
Söngstjóri kórsins er Valmar Valjaots.