Fréttir

Vortónleikar 2. og 3. maí

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða föstudaginn 2. og laugardaginn 3. maí. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni; á Dalvík og Akureyri.

„Hæ-Tröllum“ haldið í fimmta sinn

Kóramótið „Hæ-Tröllum" verður haldið í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, kl. 17:00. Þetta er í fimmta sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir til Akureyrar karlakórum allsstaðar að af landinu.

Íslenska KAG-vorið

Það svífur rammíslensk stemmning yfir vötnum KAG-félaga þessar vikurnar. Vortónleikar KAG verða helgaðir íslenskum tón- og ljóðskáldum.

Fánadagur!

Þau eru mörg og misjöfn verkefnin sem félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi taka að sér. Með því óvenjulegra var sennilega þátttaka kórsins í opnun sýningar Halldórs Ásgeirssonar í Listasafninu. Virkilega skemmtilegt og vel heppnað verkefni!  

Gleðilega hátíð!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi óska fjölskyldum sínum og öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólatónleikar KAG og Stúlknakórs Akureyrarkirkju

Hátíðlegir og fallegir jólatónleikar í Akureyrarkirkju á miðri aðventunni, fimmtudaginn 12. desember. Flutt verða jólalög eftir akureyrska tónskáldið Birgi Helgason, auk fjölda annarra innlendra og erlendara jólalaga. 

Karlakóraveisla í Miðgarði

Laugardaginn 12. október, halda Karlakór Kjalnesinga og Karlakór Akureyrar-Geysir tónleika í menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði.

Jólalögin farin að hljóma

Þó enn sé september þá eru félagar í KAG farnir að æfa jólalögin. Enda stórt verkefni í vændum á aðventunni. 

Starfsárið hafið!

Þá eru félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi lagðir af stað í enn einn söngveturinn. Kórfélagar komu saman á fundi í Lóni, þriðjudagskvöldið 10. september, til að stilla saman strengi og ákveða starfið til áramóta.

Lón komið í sparifötin

Um miðjan júlí réðust karlakórsfélagar í það mikla verkefni að mála félagsheimilið Lón að utan. Húsið var mikið farið að láta á sjá og kominn tími til að mála.