Fréttir

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð KAG var haldin í Lóni, laugardaginn 9. mars, og heppnaðist sérlega vel! Mætingin í ár var með allra besta móti.

Málningarhelgin mikla!

Það var mikill kraftur í KAG-köllum um helgina, en þá tóku menn sig til og máluðu Lón að innan, hátt og lágt! Á föstudag var allt rifið af veggjum og lofti og máling undirbúin. Á laugardag voru báðar hæðir grunnmálaðar og rúmlega það og á sunnudag var farin seinni umferð á alla veggi og verkið klárað!

Norðurorka styrkir KAG

Karlakór Akureyrar-Geysir var eitt þeirra félaga sem fengu, í upphafi árs, úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna. Kórinn fékk styrk að upphæð kr. 200.000.-

Jólasöngvar

Það er jafnan mikið að gera hjá Karlakór Akureyrar-Geysi í desember og jólalögin sungin víða. Desember í ár var þar engin undantekning.

Glæsilegir 90 ára afmælistónleikar!

Laugardagurinn 17. nóvember var stór dagur hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi! Þá hélt kórinn stórtónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri tilefni af 90 ára sögu kórsins. Og það var mikið um dýrðir!

Vinnubúðir í Lóni

Laugardaginn 3. nóvember sungu félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi nær samfleytt frá morgni til kvölds! Fyrir löngu var ákveðið að þessi dagur yrði æfingadagur fyrir afmælistónleikana í Hofi, 17. nóvemer. 

Risto Laur sestur við flygilinn

Risto Laur er nýjasti meðlimur í stórum og kraftmiklum hópi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Hann hefur verið ráðinn sem píanóleikari kórsins í vetur. Risto er frá Eistlandi og starfar sem kennari í jazzpíanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri.

Söngæfing í Hofi

Það styttist óðum í 90 ára afmælistónleika KAG í Hofi, sem haldnir verða laugardaginn 17. nóvember. Þess vegna var kominn tími til að máta kórinn á sviðið í Hamraborg. Þriðjudagsæfingin var því í Hofi að þessu sinni.

Raddæfingar hjá Kristjáni Jóhannssyni

Laugardeginum 20. október eyddu KAG-félagar í félagsheimilinu Lóni við raddæfingar. Kennarinn var ekki af verri endanum; stórtenórinn Kristján Jóhannsson. 

Vetrarstarfið hafið, frábær mæting á fyrstu æfingu!

Fyrsta æfing starfsársins 2012-2013 var í Lóni í kvöld. Frábær mæting var á æfinguna og mjög góð stemning! Yfir 40 kallar voru mættir, nokkrir nýir félagar, en einnig "gamlir" komnir til baka úr fríi frá kórstarfinu.