Aðalfundur KAG 17. maí 2022

Gæti verið mynd af 10 manns og people standing

Á fundinum flutti formaður Benedikt Sigurðarson skýrslu fyrir hið liðna starfsár sem lengst af einkenndist af Covid-truflunum.

Valmar Valjaots tók við stjórn kórsins í október 2021.

Starfsárinu lauk með tónleikum í Hofi 23.maí þar sem Andrea Gylfadóttir var gestur og kórinn hélt síðan góðgerðartónleika til ágóða fyrir UNICEF og hjálparstarf í Úkraínu í Húsavíkurkirkju 30.apríl.   Kórinn söng einnig lög Sigfúsar Halldórssonar á tónleikum í Hofi 12.maí 2022 þar sem Guðrún Gunnarsdóttir, Sigga Beinteins og Jógvan Hansen heiðruðu tónskáldið með sínum afslappaða hætti.

Kórinn bíður átekta varðandi ákvarðanir um mögulega fjárfestingu í framtíðarhúsnæði  -- í meiri eða minni samvinnu við aðra tónlistarhópa.   Mjög hefur dregið úr stuðningi Akureyrarbæjar við starf karlakórsins frá því sem var lengi á síðustu öld  og fjárhagsgrunnur tónlistarhópa til að reka húsnæði og fá inni til tónleikahalds á boðlegum kjörum verður stöðugt viðfangsefni.

Aðalstjórn kórsins var endurkjörin;

Benedikt Sigurðarson, Eþór Björnsson, Sveinbjörn Pálsson, Hallgrímur Ingólfsson,  Sigurður Harðarson.

Varastjórn skipa Jón Þór Kristjánsson og Wolfgang Frosti Sahr.

 

Benedikt Sigurðarson