Íslenskan í öndvegi á vortónleikum KAG

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis 2019 voru eins íslenskir og hugsast getur. Öll lögin sem kórinn söng voru eftir íslensk tónskáld, sungin við texta eftir íslenska höfunda. Þetta markmið settu kórfélagar sér strax á haustdögum og var auðvelt að uppfylla það. Það er til óendanlega mikið af íslenskri kóratónlist og kórfélagar geta lofað afar fjölbreyttum og vonandi skemmtilegum tónleikum.

Steinþór Þráinsson, stjórnandi KAG, leiddi þessa vinnu og útkoman varð sannarlega góð! Einsöngvarar voru Arnar Árnason, Giorgio Baruchello og Þorkell Már Pálsson. Undirleikari á tónleikunum var Judit György.

Vortónleikar KAG eru hápunkturinn á afar fjölbreyttu starfsári, sem hófst í byrjun september. Kórinn söng þrenna tónleika þetta vorið.

Í Glerárkirkju, laugardaginn 4. maí, kl. 16.
Í Egilsstaðakirkju, laugardaginn 11. maí, kl. 14.
Í Miklagarði á Vopnafirði, laugardaginn 11. maí, kl. 18.