Fréttir

KAG í "Þjóðlagi" Halldórs Fjallabróður

KAG fékk skemmtilega heimsókn þegar Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, kom á æfingu til að taka upp "Þjóðlagið" - Rrödd þjóðarinnar. 

Sönghelgi í sumarbyrjun

Það er sannkölluð sönghelgi framundan hjá Karlakór Akureyrar-Geysi, þar sem sungið verður á þremur stöðum á jafn mörgum dögum. Sjálfir Vortónleikarnir 5. maí verða þar auðvitað hápunkturinn!

Heklumót undirbúið af krafti

Það er allt að verða klárt fyrir Heklumót karlakóra á Ísafirði 21. apríl. Þar sameinast átta karlakórar af landinu norðanverðu, auk tveggja gestakóra að sunnan, og syngja eins og þeir eigi lífið að leysa. 

KAG söng í Mottuboðinu í Hofi

Karlakór Akureyrar-Geysir söng í Mottuboði Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis sem haldið var í Hofi fimmtudagskvöldið 29. mars. 

Þrír karlakórar, Eyjafjörður út og fram!

Það verður mikið um dýrðir í Glerárkirkju, laugardaginn 24. mars, þegar þrír norðlenskir karlakórar sameinast á söngmótinu “Hæ! Tröllum”. Karlakór Akureyrar-Geysir hefur staðið fyrir þessu móti nokkur undanafarin ár og hafa margir kórar tekið þátt. 

Aftur af stað eftir gott jólafrí

Þá er allt komið á fullt eftir góða hvíld yfir jól og áramót. Og víst er að KAG félagar munu ekki sitja auðum höndum næstu vikur og mánuði. 

Frostrósaverkefnið tókst vel

KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa á Akureyri og nú í annað sinn. Undirbúningur fyrir tónleikana stóð yfir í nokkrar vikur og árangur erfiðisins kom í ljós á glæsilegum tónleikum í Höllinni laugardaginn 17. desember. 

Styrkur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Karlakór Akureyrar-Geysir var á meðal styrkþega úr Styrktar- og menningarsjóði KEA árið 2011. KAG fékk úthutað 250.000 krónum úr styrkflokki ætluðum þátttökuverkefnum. Styrkurinn er ætlaður til tónleikahalds í tilefni af 90 ára afmæli kórsins.  

Sungið fyrir Aflið

Í kvöld söng KAG á árlegum styrktartónleikum Aflsins, samtökum gagn kynferðis- og heimilisofbeldi. Fjöldi fólks var á tónleikunum sem haldnir voru í Akureyrarkirkju. Margir listamenn komu þar fram og allir gáfu vinnu sína. KAG endaði prógrammið með þremur lögum og rak endahnútinn á skemmtilegt kvöld með hressilegum Hermannakór úr óperunni Faust! 

Æfingar hafnar og allt að gerast!

Þá er nýtt starfsár KAG hafið og æfingar byrjaðar af fullum krafti. Margt spennandi er framundan hjá kórfélögum og ljóst að þeim mun ekki leiðast næstu mánuðina! Meðal annars má nefna söng með Karlakór Hreppamanna, Frostrósatónleika, Hæ Tröllum, Heklumót á Ísafirði, Vortónleika og magnaða Skotlandsferð næsta sumar!