Það styttist til jóla

Frá æfingu fyrir jólatónleika KAG 2013
Frá æfingu fyrir jólatónleika KAG 2013
Þá eru jólalögin farin að hljóma hjá okkur KAG félögum. Æfingar eru semsagt hafnar fyrir jólatónleika kórsins. Þeir verða í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 11. desember, kl. 20.


Kórinn hélt jólatónleika í Akureyrarkirkju í upphafi aðventu í fyrra. Þá í félagi við stúlknakór kirkjunnar, en nú stendur KAG einn að þessum tónleikum.

Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Það tókst sérlega vel til í fyrra og engin ástæða til annars en að ætla að það sama verði uppi á teningnum núna.