Vortónleikar 2. og 3. maí

Íslensk tónlist verður í öndvegi á vortónleikum KAG
Íslensk tónlist verður í öndvegi á vortónleikum KAG
Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða föstudaginn 2. og laugardaginn 3. maí. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni; á Dalvík og Akureyri.


Á tónleikunum verður lögð áhersla á lög eftir íslenska höfunda og kennir þar margra grasa. Flest þekktustu verk sem flutt eru af íslenskum karlakórum eru ýmist eftir íslensk tón- eða ljóðskáld. Mörg þeirra munu hljóma á vortónleikunum.

Þeir sem komu á "Hæ-Tröllum" tónleikana á dögunum fengu þar forsmekkinn af því sem koma skal, en þeir tónleikar heppnuðust einstaklega vel.

Verið velkomin á vortónleika KAG!
Bergi á Dalvík, föstudaginn 2. maí, kl. 20:00. 
Hofi á Akureyri, laugardaginn 3. maí, kl. 17:00.