Íslenska KAG-vorið

Einbeittir á æfingu
Einbeittir á æfingu
Það svífur rammíslensk stemmning yfir vötnum KAG-félaga þessar vikurnar. Vortónleikar KAG verða helgaðir íslenskum tón- og ljóðskáldum.


Mörg af þekktustu lögum íslenskra karlakóra eru stór og kraftmikil íslensk verk, vel þekkt og vinsæl. Þannig lög æfir kórinn um þessar mundir. Þetta þykja flestum karlakórsfélögum skemmtilegustu lögin til að syngja, þannig að nú er gaman á æfingum, eins og reyndar alltaf!

Íslenska KAG-vorið er í nánd! Karlakór Akureyrar-Geysir syngur verk eftir íslensk tón- og ljóðskáld á vortónleikunum. Þeir verða að þessu sinni að kvöldi sumardagsins fyrsta, 24. apríl.