Starfsárið hafið! Nýir félagar velkomnir!

Frá jólatónleikum KAG í Akureyrarkirkju í fyrravetur. Leikurinn verður endurtekinn 11. desember næst…
Frá jólatónleikum KAG í Akureyrarkirkju í fyrravetur. Leikurinn verður endurtekinn 11. desember næstkomandi.
Þá er starfsárið hafi hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og spennandi mánuðir framundan. Fyrsta æfing starfsársins var þriðjudaginn 16. september, þar sem málin voru rædd og talið í nokkur lög. 


Hefðbundin verkefni kórsins á starfsárinu verða jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember og vortónleikarnir. Í vor verður áherslan á lög tengd sjónum og sjómennsku og þar er af mörgu að taka! Auðvitað verður svo fjölmargt annað á dagskrá kórsins.

Eins og alltaf á haustin, var fín stemmning á þessum fyrsta hittingi og nokkrir nýir félagar slógust í hópinn. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á söng að hafa samband, alltaf er pláss fyrir nýja félaga og við lofum því að félagsskapurinn er skemmtilegur!