Jólasöngvar hér og þar

Eins og venjulega sungum við fyrir íbúa á dvalarheimilunum Hlíð og Lögmannshlíð. Þá er ómissandi að heimsækja Sjúkrahúsið á Akureyri og syngja þar inni á deildum fyrir þá sem þar dvelja. Skömmu fyrir áramótin hélt kórinn á Glerártorg og söng þar fjölda laga fyrir gesti og gangandi.