Vor í lofti

KAG í Glerárkirkju, upphitun fyrir
KAG í Glerárkirkju, upphitun fyrir "Hæ, tröllum" 20. mars
Það var sannarlega vorhugur í KAG félögum á æfingu í kvöld! Snorri formaður dreifði blaði með lista yfir þau lög sem nú verða æfð í þaula fyrir vortónleikana 14. og 15. maí. Reyndar verður ein söngferð farin austur á land áður, 23. og 24. apríl, nokkurskonar "generalprufa" þar sem hluti af vorprógramminu verður flutt.  

Vorprógrammið verður fjölbreytt og góð blanda af klassískum karlakórslögum, fallegum perlum og léttum lögum. Flest laganna eru komin vel á veg í æfingu nú þegar, sum þeirra þekkja kórfélagar vel og hafa sungið áður, önnur eru ný. Þá eru tvö einsöngslög á prógramminu. KAG félagar hafa því ríka ástæðu til að hlakka til vorsins, enda var sérlega góð mæting á æfingunni í kvöld og menn greinilega tilbúnir í slaginn!