"Hæ. Tröllum" nálgast...

"Hæ. Tröllum" árið 2008
KAG hefur annað hvert ár staðið fyrir kóramóti, sem nefnist "Hæ. Tröllum". Nú verður það haldið þann 20. mars. Þátttökukórar að þessu sinni verða bræður okkar í Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór Bólstaðarhlíðar og Karlakór Selfoss. Gegn um tíðina hefur verið reynt að fá góðan þverskurð af íslenskum karlakórum á hvert mót og hefur það tekist vel að þessu sinni. Litlir og stórir að norðan og sunnan.  Mótið fer þannig fram að gestakórarnir flytja sín 4-5 lög hver á eftir öðrum fyrir hlé. Eftir það fer KAG á pallana og syngur sitt efni. Eftir það er gestunum boðið á pallana og allir kórarnir syngja síðan saman nokkur stórvirki, sem samin hafa verið fyrir karlakóra.


Meðan kórarnir hittast og æfa sameiginlegu lögin að morgni tónleikadags, eru þeir makar, sem hafa komið með til bæjarins, sendir í óvissuferð um svæðið. Allir verða að hafa eitthvað að gera.


Að loknum tónleikum er boðið til mikillar veislu, matar og skemmtunar. Allir kórarnir leggja til eitthvert skemmtiatriði. Þarna eru málin rædd og allir að sjálfsögðu glaðir og hressir eftir dagsverkið. Í lokin er svo dansleikur inn í nóttina.