Complete Vocal Technique

Heimir messar yfir KAG-köllum
Heimir messar yfir KAG-köllum
Það var heldur betur óhefðbundin æfing hjá KAG í kvöld. Í stað þess að æfa söng, eins og venjulega, fengum við tíma í raddþjálfun hjá Heimi B. Ingimarssyni, söngvara (2. bassa KAG) og CVT raddþjálfara.   

CVT stendur fyrir Complete Vocal Technique, allsherjar raddþjálfun sem byggð er á margra ára rannsóknum á alls kyns söngstílum. Heimir fór með okkur í gegnum raddbeitingu, mismunandi blæbrigði raddarinnar, öndun, vöðvabeitingu o.fl. Mjög fróðlegur tími og gagnlegur!