Söngæfing í Hofi

Það styttist óðum í 90 ára afmælistónleika KAG í Hofi, sem haldnir verða laugardaginn 17. nóvember. Þess vegna var kominn tími til að máta kórinn á sviðið í Hamraborg. Þriðjudagsæfingin var því í Hofi að þessu sinni.


Það verður mikið um að vera á sviðinu á tónleikunum. Kórinn sjálfur auðvitað á sínum pöllum, fjórir einsöngvarar, tvöfaldur kvartett og hljómsveit. Auk þess verður brugðið upp á tjaldi myndum úr sögu kórsins.

Það er mikill hugur í mönnum varðandi tónleikana, enda er þetta eitt stærsta verkefni kórsins á síðari árum. Ekki dregur úr áhuganum að frábær aðsókn er að tónleikunum og verður gaman að flytja vandaða dagskrána fyrir fullu húsi!