Jólasöngvar

Jólalögin sungin fyrir íbúa á Hlíð
Jólalögin sungin fyrir íbúa á Hlíð
Það er jafnan mikið að gera hjá Karlakór Akureyrar-Geysi í desember og jólalögin sungin víða. Desember í ár var þar engin undantekning.


Fyrst söng KAG í upphafi aðventu 1. desember, fyrir íbúa á dvalarheimilum aldraða á Lögmannshlíð og Hlíð. Þetta er orðinn árviss viðburður og mjög ánægjulegt að syngja fyrir eldri borgara bæjarins. Eftir sönginn tók svo við árlegt hangikjötsvöld kórsins í Lóni.

Söngur á Glerártorgi er fastur liður í jólahaldi kórsins og sá KAG kvartettinn um þann hluta í ár. Kvartettinn kom tvisvar fram þar og gekk vel.

Um miðjan mánuðinn söng kórinn jólalög fyrir verkalýðsfélögin á Akureyri í Alþýðuhúsinu við Skipagötu og á þorláksmessu fórum við á FSA og sungum fyrir sjúklingana þar. Það hefur kórinn gert í mörg ár og er alltaf jafn ánægjulegt.


Nýr liður í jóladagskránni var samstarf við VÍS, þar sem fötluðum skjólstæðingum búsetudeildar Akureyrarbæjar var boðið á tónleika KAG í Brekkuskóla. Þar söng kórinn jólalög og bauð upp á gos og smákökur. Virkilega ánægjuleg stund, þó þátttaka starfsmanna bæjarins hefði mátt vera meiri. Þá hefðu fleir fatlaðir getað notið söngsins.

Karlakór Akureyrar-Geysir óskar öllum velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!. Kærar þakkir fyrir stuðninginn á árinu 2012!