Norðurorka styrkir KAG

Stjórnarmennirnir Gunnar Páll Ólason og Magnús Ólafsson taka við styrknum úr hendi Helga Jóhannesson…
Stjórnarmennirnir Gunnar Páll Ólason og Magnús Ólafsson taka við styrknum úr hendi Helga Jóhannessonar, forstjóra Norðurorku

Karlakór Akureyrar-Geysir var eitt þeirra félaga sem fengu, í upphafi árs, úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna. Kórinn fékk styrk að upphæð kr. 200.000.-

Af hálfu Norðurorku var ákveðið að meginþungi styrkja þetta árið færi til menningar- og listastarfs með áherslu á starf kóra.  Þá voru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu.

Byggt var á því að verkefnin sem hlytu styrk væru fjölbreytileg þannig að styrkþegar komi úr sem flestum áttum.

Veittir voru styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur 5.175.000.-