Vetrarstarfið hafið, frábær mæting á fyrstu æfingu!

KAG félagar ganga af miklum áhuga inn í starfsárið eins og á þessari skemmtilegu mynd Kristjönu Agna…
KAG félagar ganga af miklum áhuga inn í starfsárið eins og á þessari skemmtilegu mynd Kristjönu Agnarsdóttur.
Fyrsta æfing starfsársins 2012-2013 var í Lóni í kvöld. Frábær mæting var á æfinguna og mjög góð stemning! Yfir 40 kallar voru mættir, nokkrir nýir félagar, en einnig "gamlir" komnir til baka úr fríi frá kórstarfinu.


Hjörleifur Örn Jónsson, stýrði sinni fyrstu æfingu af mikilli röggsemi og lofar þessi fyrsta æfing sannarlega góðu! Næstu vikur verður höfuðáhersla lögð á æfingar fyrir 90 ára afmælishátíðina í Hofi, 17. nóvember, en einnig verður æft fyrir kóramót í Hofi, 27. október.