Afmælistónleikar laugardaginn 12. nóvember í Hofi

Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri.  Fyrstu tónleikar  Geysis voru haldnir 17. desember 1922 og Karkakór Akureyrar hélt sína fyrstu tónleika í ársbyrjun 1930.    Sameinaðir hafa þeir kórar starfað frá 1990.

KAG býður upp á fjölbreytt efnisval sem um leið spannar lengra tímabil í karlakórasöng þótt ekki sé alveg einfalt að túlka 100 ára tímabil í hefðbundinni dagskrá.

Einsöngvarar á þessum tónleikum eru; 

Arnar Árnason tenór og 

Magnús Hilmar Felixson tenór

Sérstaklega vill kórinn höfða til eldri félaga sem eru boðnir velkomnir  -  (jafnvel til að taka þátt í söngnum og stíga á svið) -  og í því skyni býðst gömlum félögum kórsins(kóranna) að skrá sig og nýta. tilboð 2:1 í leiðinni.  Forsölu er því miður lokið en lausir miðar fást við innganginn.   

Stjórnandi KAG er Valmar Väljaots 

Kaupa miða