Karlakór Akureyrar Geysir fagnaði 100 ára afmæli

 

Benedikt Sigurðarson formaður  ávarpaði gesti í upphafi tónleikanna.   Dagskránni var skipt í tvennt -  með hefðbundnu tónleikasniði og nokkurri breidd í efnisvali var fyrrihlutinn 10 lög.    Birgir Guðmundsson kynnt lögin og skaut inn sögum og fróðleiksmolum. 

Eftir hlé tók Benedikt formaður við kynningum og bætti við nokkrum brotum úr sögu karlakóranna og stjórnenda þeirra í gegn um 100 ár.

Á söngskránni voru 5 lög við texta Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi en ljóð hans hafa verið mjög áberandi viðfangsefni tónskálda í  sögu karlakóra á Akureyri  og alveg fram á þennan dag.   Tvö lög eftir Áskel Jónsson og tvö lög eftir Jóhann Ó Haraldsson auk laga eftir Sigfús Einarsson og Sigurð Þórðarson.  Nær nútímanum voru lög eftir Braga Valdimar Skúlason og Jón Ólafsson.   Kórinn söng alls 22 lög á tónleikunum.

Minnst var arfleifðar frumkvöðlanna Ingimundar Árnasonar og Áskels Snorrasonar -  auk Áskels Jónssonar.  

Eldri félagar voru sérstaklega hvattir til að taka þátt í tónleikunum og voru kallaðir upp á svið undir lokin til að syngja einkennisleg gömlu karlakóranna.

Prentuð var tónleikaskrá með upprifjun á nokkrum atriðum í hundrað ára sögu karlakórastarfsins á Akureyri og dreift til heimila á Akureyri.

Stjórnandi Karlakórs Akureyrar Geysis er Valmar Valjaots.  Undirleikari var Risto Laur.   Einsöngvarar á þessum tónleikum voru Þorkell Már Pálsson og Magnús Hilmar Felixson.

Tónleikarnir fengu góðar viðtökur áheyrenda og afar jákvæð umfjöllun var á miðlinum akureyri.net