Fréttir

Vortónleikar að baki

Jæja, þá eru okkar árvissu vortónleikar að baki og byrjuðum við á að flytja dagskrána í Hrísey, eða "Miðbænum", eins og sumir kalla eyjuna, eftir að Grímsey bættist í púkkið. Tónleikarnir voru haldnir í nýju fjölnota húsi eyjaskeggja og gengu vel. Skiptumst við félagarnir á að kynna lögin, en þegar Steini, starfsmaður hússins, steig upp og kynnti "Lóan er komin" vakti það mikla kátínu. Steini er þekktur fugla-áhugamaður og veit allt um lóuna ekki síður en rjúpuna.

Vortónleikar að baki

Jæja, þá er hápunkti vetrarins náð og vortónleikarnir að baki. Föstudaginn 15. var farið í Hrísey, sem sumir kalla nú "Miðbæinn", eftir að Grímsey bættist í púkkið. Þar voru sungnir tónleikar í nýjum fjölnota sal eyjarskeggja í íþróttahúsinu. Gekk það vel og kom um helmingur eyjarskeggja auk nokkurra landkrabba. Kórfélagar skiptust á að kynna lögin og Steini, starfsmaður hússins, kynnti "Lóan er komin" og mæltist það afar vel fyrir, þar sem Steini er þekktur fuglaáhugamaður.

KAG - vorið í Hrísey og á Akureyri

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur tvenna tónleika í Eyjafirði, dagana 15. og 16. maí. Vorið er uppskerutími KAG, þegar strangar æfingar vetrarins skila sér í söng og gleði með hækkandi sól. Hápunktur starfsársins eru vortónleikar KAG í Glerárkirkju á Akureyri. Daginn áður er venjan að taka forskot á sæluna og syngja sömu dagskrá á öðrum stað.

Jökull í heimsókn

Karlakórinn Jökull kom í heimsókn til okkar KAG-manna um helgina og saman áttum við frábæra daga. Jöklarnir komu beint í Glerárkirkju, eftir barning í rysjóttu veðri, og þar beið eftir þeim súpa og brauð. Eftir næringarnám voru konurnar sendar í óvissuferð (inn í jólahús) meðan við karlarnir mátuðum pallana og æfðum sameiginleg lög.

Karlakórinn Jökull í heimsókn

Karlakórinn Jökull, frá Hornafirði, er væntenlegur í söngferð til Norðurlands um næstu helgi. Þeir syngja á tónleikum í Glerárkirkju á föstudagskvöld og njóta þar liðsinnis Karlakórs Akureyrar-Geysis, sem syngur með þeim nokkur lög. KAG endurgeldur þar með greiðann frá því um daginn, þegar Jökull söng með þeim á tónleikum á Hornafirði. Jökull syngur svo á tónleikum í Dalvíkurkirkju á laugardagskvöld.

Fórstu í rauða hliðið?

Karlakór Akureyrar - Geysir og Drengjakór Glerárkirkju sungu sundur og saman í Flugsafni Íslands að kvöldi fimmtudagsins 30. apríl. Hétu tónleikarnir "Litli og Stóri læra að fljúga" Allir gestir urðu að fara annað hvort í gegn um græna eða rauða hliðið. Tveir lögreglumenn gættu hliðanna og sáu til þess að allir gerðu rétt. Græna hliðið var fyrir alla velsyngjandi en það rauða fyrir falska og laglausa.

"Litli og Stóri" mætast í Flugsafninu

Áhugaverður og vonandi bráðskemmtilegur tónlistarviðburður verður í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli, þegar Karlakór Akureyrar-Geysir og Drengjakór Glerárkirkju halda þar sameiginlega tónleika. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 30. apríl, og hefjast klukkan 20.

KAG á smyglaraslóðum

Karlakór Akureyrar - Geysir lagði af stað á föstudagsmorgun kl. níu í nokkuð langa og vel heppnaða söngferð. Byrjað á kaffistoppi í Seli í Mývatnssveit og næst stoppað á Egilsstöðum. Þar fengum við aldeilis veislu í N1 sjoppunni, komum við í "Mjólkurbúðinni" og fórum í viðtal í svæðisútvarpinu. Sungum þar fyrir austfirðinga "Þú álfu vorrar". 

KAG-ginn á ferð og flugi...

KAG eru að leggja af stað með fulla rútu af syngjandi hressum köllum Í dag verður farið langt. Borðað á Egilsstöðum, litið við í Svæðisútvarpinu þar og síðan rúllað á Höfn í Hornafirði. Tónleikar þar í kvöld. Jöklarnir taka á móti okkur með súpu og brauði. Annað kvöld verða svo tónleikar með karlakórnum Drífanda á Egilsstöðum. Aldeilis ferðaveðrið sem við fáum ! KAG - Syngjandi sælir...

KAG í söngferð um Austurland

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur í söngferð um Austurland 17. og 18. apríl og syngur á tónleikum á Hornafirði og Egilsstöðum. Í ferðinni slæst KAG í för með félögum sínum í Karlakórnum Jökli á Hornafirði og Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði.